Hið árlega golfmót Foldvegur open á móti Silfurtún open fór fram í gær í frekar köldu veðri en það var að venju mjög gaman. Keppnin var hörð og drengileg og léttleikinn í fyrirrúmi.
úrslit mótsins voru þessi hjá Foldvegur open 1. sæti Kristján á 22 höggum. 2. sæti Heimir á 24 höggum og í 3. sæti Ingibjörg á 25 höggum. Birgir Örn náði að verja titilinn "Besta nýting á vellinum"
Svo var endað á að spila um Bikarinn "Grobbréttinn" og voru það bræðurnir Eiríkur og Siggi sem háðu þá keppni og eftir æsispennandi keppni vann Siggi þannig að bikarinn fór að þessu sinni í Birtingaholt.