


Fréttir úr sveitinni
Þó okkur finnist kannski aldrei neitt merkilegt vera að gerast og allt við það sama þá eru nú allir alltaf að gera eitthvað allan daginn. Sumarbústaðargrunnur hefur verið í vinnslu rétt hjá Flúðum undanfarið og Hrunaréttir eru að fá nýtt útlit. Fyrir haustið munu nýjar réttir rísa úr stuðlabergi en gömlu steyptu réttirnar rifnar. Hérna heimavið er það aðallega nýja verkstæðið sem tekur tíma starfsmanna. Þar er búið að steypa, einangra, pússa og gera allt fínt undir málningarvinnu. Hurðin kom til okkar í síðustu viku en reyndist örlítið of stór í gatið sitt. Hvað gera bændur þá, jú þeir stækka einfaldlega húsið! Þrátt fyrir þessar tafir fer verkið vonandi langt í vikunni svo málningarvinna geti farið að hefjast. Það styttist nefnilega ótrúlega hratt í vorið, sérstaklega þar sem tíminn á það til að hlaupa frá okkur hér á bæ. Er ekki kominn vorhugur í fólk?