Við vorum að fá nýja vél og er Perlubyggið það sem við fáum út úr henni. Perlubyggið er afhýtt bygg, það er soðið og notað sem meðlæti með mat í staðinn fyrir hrísgrjón, notað útí ýmsa rétti, gott í graut og svo er tilvalið að nota það í bakstur svo eitthvað sé nefnt.