


Uppskeruhátíð
Þá er nú komið að árlegri uppskeruhátíð hjá okkur hérna í Hrunamannahreppi og eins og sjá má hér að neðan er ýmislegt í boði fyrir gesti og gangandi.
Verðum við að sjálfsögðu í félagsheimilinu á Matarkistan markaður með kornvörur, lambakjöt, blómadropa og sultur frá Silfurtúni
Matarkistan Hrunamannahreppur
Uppskeruhátíð laugardaginn 6. september 2014
Félagsheimilið á Flúðum. Matarkistan markaður 12:00-17:00
Matvæli frá fjölmörgum aðilum úr sveitinni; úrval af grænmeti, kræsingar í krukkum,
“Kjöt frá Koti”, mjöl, hunang, lambakjöt, einnig handverk og fleira skemmtilegt.
Bjarkarhlíð Flúðum opið hús 13:00-17:00
Anna Magnúsdóttirhandverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína.
Garðyrkjustöðvarnar Varmilækur og Laugarland opið 13:00-17:00
Ragnheiður á Garðyrkjustöðinni Varmalæk, kynnir sína framleiðslu og íslenskar tómatsósur í bílskúrnum á Varmalæk. Garðyrkjustöðin Laugarland verður þar líka með sína grænmetisframleiðslu. Flott framleiðsla og allir velkomnir að smakka.
"Leikur að List" Laugarlandi Flúðum opið 13:00 - 17:00
Handverk eftir Möggu. Myndir, steinar og vísnakort eftir Dóru Mjöll.
Dúkkusýning með yfir 700 dúkkum og þeim er enn að fjölga.
Velkomin til okkar, heitt á könnunni og svalandi rabbabarasafi. (gatan fyrir ofan sundlaug)
Bragginn – leir og kaffi opið 12:00 – 18:00
Kaffihús og leirvinnustofa í skemmtilegu jarðhýsi í Birtingaholti. Matseðillinn byggir á því hráefni sem er að finna í heimasveit og verður til sölu heimabakað brauðmeti úr mjöli frá Fjólu í Birtingaholti, kökur sem koma á óvart, ásamt dásamlegu kaffi.
Hinn sívinsæli Bragga bröns er frá 12:00 – 15:00. Leirvinnustofan verður opin og hægt er að fylgjast með listakonunni að störfum.
Göngujóga
Hressandi göngu jóga hjá Láru jógakennara. Farið verður af stað frá Bragganum í Birtingaholti klukkan 11:30. Kostnaður við þátttöku í jóga er 700 kr. (10 mín akstur frá Flúðum).
Hótel Flúðir
Tekið á móti gestum í nýja, glæsilega garðinum 14:00-16:00 og boðið upp á að smakka grænmetissúpu frítt. Barinn opinn. Gengið er inn um aðaldyrnar á hótelinu í garðinn.
Í tilefni Uppskeruhátíðarinnar verðum við með sérstakan 3 rétta kvöldverðarseðil,
Heitreykt bleikja, nautalund „bearnaise“ og ís með Silfurtúns-jarðaberjum.
Kr. 6900.- per mann.
Efra-Sel
Bændamarkaðurinn opinn 11.00 – 18.00.
Kaffi-Sel opið .
Golfvöllurinn: „Opna íslenska grænmetismótið“
laugardaginn 6. september. Sérstakur barnaflokkur 9 og 18 holur.
Aðalstyrktaraðili mótsins er Sölufélag garðyrkjumanna
Skráning og nánari upplýsingar á http://www.golf.is
Samansafnið Sólheimum Hrunamannahreppi
opið 13:00 - 17:00, 5.-7. september.
Minjasafn, gamlir bílar, kýr og kálfar.
Aðgangseyrir fullorðnir 1000 kr, börn 13-18 ára 500 kr.
www.samansafnid.com (6,5 km frá Flúðum)
Kaffi Grund Flúðum
Í tilefni af Uppskeruhátíð
Kl. 13:00 – 17:00 Vaffla og kakó/kaffi á kr. 850,- Kl. 18:00 – 21:00 Mexikönsk kjúklingasúpa á kr. 1.400,- Carlsberg í gleri á kr. 500,-
Útlaginn á Flúðum
Opið og allir velkomnir.
Bryðjuholt
Velkomin í opið fjós 13:00-16:00 (um 2 km frá Flúðum við veg nr.30)
Kurlproject opið frá 13:00-18:00. Íslensk hönnun
Klæðskeraverkstæði Ernu Óðinsdóttur v/ Hvammsveg
Markavöllur
Fótboltagolf 18 holur, opið frá 10:00-17:00 Frábært fyrir unga jafnt sem aldna. Verið velkomin. Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir við veg nr 30, rétt við Miðfell.
Sundlaugin Flúðum opin 12:00-18:00
Gamla laugin Hvammi opin 13:00-22:00
Náttúrulaug v/Hvammsveg www.secretlagoon.is
Verslunin Samkaup- Strax
Opið 10:00-18:00. Ýmis tilboð í gangi.
Minilik Eþíopískt veitingahús á Flúðum
Opið 11:00-20:00 og til kl. 18:00 eru tilboð á eftirtöldum réttum:
1. Misto - lambakjöt og nautakjöt borið fram á Eþíópískan hátt.
2. Grænmetis og baunaréttur.
Einnig tilboð á ceremonial kaffi, sem brennt og malað á staðnum.
Verið velkomin.
Íþróttaviðburðurinn „Uppsveitahringurinn“
er haldinn sama dag þar sem hlaupið og hjólað verður um Uppsveitir Árnessýslu. sjá meira um Uppsveitarhringurinn 2014
www.sveitir.is